Hjáveitugöngum Kárahnjúkastíflu lokað, Hálslón að myndast

mbl.is/Brynjar Gauti

Hjáveitugöngum Kárahnjúkastíflu hefur verið lokað en seinni hleranum af tveimur hlerum stíflunnar var rennt niður nú fyrir stundu og er vatn nú farið að myndast í Hálslóni. Vatn hækkar nú nokkuð hratt í lóninu næst stíflunni og má reikna með að vatnshæðin þar verði komin í 15 metra á fyrstu fjórum klukkutímunum.

Fólk frá Landsvirkjun og fulltrúar fjölmiðla eru á staðnum en engir mótmælendur eru þar sjáanlegir samkvæmt upplýsingum blaðamanns mbl.is á staðnum. Um þrjátíu manns eru á útsýnispalli neðan við stífluna en alls eru nokkrir tugir manna á svæðinu.

Tveimur stálhlerum var rennt fyrir opið og verður nú steypt upp í lokuraufarnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert