Aðalfundi Heimdallar lokið

Aðalfundur Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavik, hófst fimmtudaginn 21. september þar sem ný stjórn var kjörin. Fundinum var framhaldið í dag, laugardaginn 30. september. Þar var ákveðið með yfirgnæfandi fjölda atkvæða að fulltrúar Heimdallar á þing Sambands ungra sjálfstæðismanna, sem haldið verður á næsta ári, skyldu valdir á félagsfundi en ekki af stjórn félagsins, eins og oftast er gert. Reikningar félagsins voru einnig samþykktir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert