Guðfinna S. Bjarnadóttir í framboð

Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík
Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík mbl.is/ÞÖK

Dr. Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við alþingiskosningarnar í maí á næsta ári. Guðfinna lauk BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 1986 og M.A. prófi í sálfræði með áherslu á atferlisfræði frá West Virginia University 1989. Hún lauk doktorsprófi frá sama skóla 1991 með áherslu á árangursstjórnun.

Guðfinna starfaði sem grunnskólakennari við Myllubakkaskóla í Keflavík 1977-1982. Hún var forstjóri LEAD Consulting í Bandaríkjunum 1991-1998 en hefur verið rektor Háskólans í Reykjavík síðan 1998. Guðfinna hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og í ýmsum nefndum og ráðum bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum og flutt fjölmörg erindi á ráðstefnum beggja vegna Atlantshafsins.

Hún hlaut fálkaorðuna fyrir störf sín að menntamálum 2002 og Viðskiptaverðlaunin árið 2004. Hún var kjörin kona ársins árið 1998.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert