Sjálfstæðismenn á Suðurlandi með prófkjör

Sjálfstæðismenn á Suðurlandi samþykktu einróma á fundi í dag að haldið verði prófkjör til að velja á lista flokksins fyrir næstu kosningar en þar er búist við hörkuslag.

Árni Mathiesen fjármálaráðherra býður sig fram í 1. sætið, Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður, býður sig fram í 1. til 2. sætið nokkrir vilja 2. sætið, má þar nefna þingmennina Drífu Hjartardóttur og Kjartan Ólafsson auk Kristjáns Pálssonar, fyrrverandi þingmanns. Guðjón Hjörleifsson þingmaður vill 2. til 3. sætið og Gunnar Örlygsson þingmaður gefur kost á sér í 3. til 4. sætið, að því er segir á fréttavef RÚV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert