Formenn stjórnarandstöðuflokkanna útiloka ekki samstarf í ríkisstjórn

Formenn stjórnarandstöðuflokkanna, þ.e. Samfylkingar, Frjálslynda flokksins og Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, eru reiðubúnir að mynda saman ríkisstjórn, nái þeir nægum atkvæðum til og samkomulagi um helstu stefnumál. Þetta sögðu þeir að loknum blaðamannafundi í dag, þar sem þeir kynntu sameiginlegar áherslur sínar í upphafi þingvetrar.

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboð, sagði við upphaf fundar að það væri táknrænt að hann væri haldinn í svokölluðu ríkisstjórnarherbergi, þar sem stjórnarandstaðan ætli að beita sér gegn vaxandi ójöfnuði í samfélaginu sem sitjandi ríkisstjórn beri ábyrgð á.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka