eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
NORÐURÁL fagnaði því í gær að lokið er við stækkun álversins á Grundartanga úr 90.000 tonna framleiðslugetu í 220.000 tonn. Framkvæmdir við stækkun álversins hafa staðið yfir frá því í maí 2004 og í febrúar á þessu ári var orku hleypt á fyrstu nýju kerin.
Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnunarsviðs Norðuráls, sagði í samtali við Morgunblaðið, að stækkunin hefði gengið mjög vel og áætlanir um kostnað og verklok hefðu að fullu staðist.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.