Lokið við stækkun álversins á Grundartanga í 220.000 tonn

Logan W kruger, Craig A. Davis, Jón Sigurðsson, Ragnar Guðmundsson …
Logan W kruger, Craig A. Davis, Jón Sigurðsson, Ragnar Guðmundsson og Gísli Einarsson. klippa saman á borða. Brynjar Gauti

eftir Rúnar Pálmason

runarp@mbl.is

NORÐURÁL fagnaði því í gær að lokið er við stækkun álversins á Grundartanga úr 90.000 tonna framleiðslugetu í 220.000 tonn. Framkvæmdir við stækkun álversins hafa staðið yfir frá því í maí 2004 og í febrúar á þessu ári var orku hleypt á fyrstu nýju kerin.

Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnunarsviðs Norðuráls, sagði í samtali við Morgunblaðið, að stækkunin hefði gengið mjög vel og áætlanir um kostnað og verklok hefðu að fullu staðist.

35 milljarða fjárfesting

Með stækkuninni var kerum í álverinu fjölgað um 260. Fjárfesting vegna stækkunarinnar nemur alls um 35 milljörðum íslenska króna. Í tilkynningu frá félaginu segir að stækkunin auki verðmæti útflutnings frá Íslandi um ríflega 17 milljarða þannig að heildarverðmæti útflutnings frá álverinu verði um 30 milljarðar á ári, sé miðað við langtímaspár um orkuverð, að því er segir í tilkynningu frá félaginu.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert