Alfreð fagnar frumvarpi um endurgreiðslur til kvikmyndagerðar

Stjórn Alfreðs, Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík suður, fagnar frumvarpi Jóns Sigurðssonar iðnaðar- og viðskiptaráðherra um að endurgreiðslur til kvikmyndargerðar verði framlengdar um fimm ár, sem samþykkt var á ríkisstjórnarfundi þann 3. október. Jafnframt er skorað á stjórnvöld að hækka endurgreiðsluhlutfallið til þess að gera Ísland samkeppnishæfara fyrir kvikmyndaframleiðendur.

Ríkið hefur á tímabilinu 2001-2006 endurgreitt 12% af þeim framleiðslukostnaði sem fellur til vegna kvikmynda- eða sjónvarpsþáttagerðar hér á landi. Þessi endurgreiðsla hefur haft góð áhrif á kvikmyndaiðnaðinn og laðað marga erlenda framleiðendur til landsins, samkvæmt fréttatilkynningu frá Alfreð.

„Stjórn Alfreðs, Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík suður, skorar á kjörna fulltrúa sína að halda áfram stuðningi sínum og baráttu til að skoða möguleika Íslands til aðildar að Evrópusambandinu. Stjórn Alfreðs telur aðild Íslands að ESB eitt brýnasta mál komandi ára í íslenskum stjórnmálum og viðskiptalífi, og nú sé mikið glapræði að fresta eða hnika þessari eðlilegu og sjálfsögðu umræðu um þetta mikilvæga mál," að því er segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert