Tilfinningaleg vanræksla barna virðist vaxandi

Tilfinningaleg vanræksla barna virðist fara vaxandi, segir Hrefna Ólafsdóttir, félagsráðgjafi og sérfræðingur í fjölskyldumeðferð. Hún hefur starfað á barna- og unglingageðdeild Landspítalans síðastliðin tuttugu ár og kveðst verða vör við þetta í sífellt meira mæli.

"Hér áður fyrr komu ekki nokkur einustu börn hingað inn sem langaði ekki til að lifa lengur. Í dag kemur hópur barna sem langar ekki til þess að vera til. Maður heyrir meira að segja eitt og eitt sjö, átta eða níu ára barn segja að það langi ekki að lifa og þegar kemur á unglingsaldur virðist depurð hreinlega vera eins og faraldur í hinum vestræna heimi."

Einstaklingshyggja ræður ríkjum

"Og sem gera að verkum að við, hinir fullorðnu, þekkjum okkur ekki nema að litlu leyti í reynsluheimi barna nútímans. Ein afleiðing þessa er að í fyrsta skipti búa mörg börn yfir reynslu og þekkingu á ýmsum öðrum sviðum en foreldrar þeirra og kennarar," segir hann.

Þá segir Baldur að agaleysið sem oft er rætt um sé "þjóðarmein". "Ég tel að foreldrar og þeir sem sinna börnum skipti sér ekki nógu mikið af félagsþroska þeirra og hugi ekki nógu mikið að því að kenna þeim virðingu og tillitssemi og tilfinningu fyrir öðrum."

Sjá nánari umfjöllun um málefni barna í grein Helgu Kristínar Einarsdóttur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert