Dómsmálaráðherra kynnir tillögur starfshóps um öryggismál

Björn Bjarnason
Björn Bjarnason

Björn Bjarna­son, dóms- og kirkju­málaráðherra, kynnti í rík­is­stjórn föstu­dag­inn 6. októ­ber, á fundi með full­trú­um þing­flokka 9. októ­ber og sama dag á alþingi til­lög­ur starfs­hóps um ör­ygg­is­mál und­ir for­mennsku rík­is­lög­reglu­stjóra, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá ráðuneyt­inu í dag.

Til­lög­urn­ar eru eft­ir­far­andi:

1. Stofnuð verði ör­ygg­is- og grein­ing­arþjón­usta hjá embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.

2. Unnið verði að sér­stök­um lög­um um starf­semi ör­ygg­is- og grein­ing­arþjón­ust­unn­ar.

3. Starf­semi ör­ygg­is- og grein­ing­arþjón­ustu verði háð eft­ir­liti sér­stakr­ar eft­ir­lits­nefnd­ar sem skipuð verði fimm þing­mönn­um.

4. Byggt verði upp upp­lýs­inga­kerfi fyr­ir ör­ygg­is- og grein­ing­arþjón­ust­una og aflað verði heim­ilda til sam­keyrslu gagna í vörslu op­in­berra aðila.

5. Komið verði á form­legu sam­starfi við er­lend­ar ör­ygg­isþjón­ust­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert