Kristján Þór Júlíusson sækist eftir fyrsta sæti í Norðausturkjördæmi

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar.
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar. mbl.is

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, tilkynnti á aðalfundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri fyrr í kvöld, að hann sæktist eftir 1. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu í kvöld.

Kristján hefur verið bæjarstjóri á Akureyri síðan árið 1998. Þar áður var hann bæjarstjóri á Dalvík 1986-1994 og á Ísafirði frá 1994-1997. Kristján Þór hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum um langt árabil með setu í stjórn fjölda opinberra samtaka, stofnana og fyrirtækja. Þá hefur hann setið í stjórnum atvinnufyrirtækja í ýmsum atvinnugreinum svo sem í sjávarútvegi, fjármálaum og orkuvinnslu. Hann hefur setið í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og verið formaður sveitarstjórnarráðs flokksins frá stofnun þess.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert