Lagt til að stofnaður verði menningarsjóður OR

Húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur
Húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur mbl.is/Sverrir

Stefán Jón Haf­stein lagði til á stjórn­ar­fundi Orku­veitu Reykja­vík­ur í dag að stofnaður yrði menn­ing­ar­sjóður Orku­veit­unn­ar. OR hef­ur, að sögn Stef­áns Jóns, tekið þátt í mörg­um sam­fé­lags­leg­um verk­efn­um á liðnum árum.

Í svari við fyr­ir­spurn sem Stefán Jón lagði fram um efnið í stjórn kem­ur fram að árin 2000-2005 var varið 201 millj­ón króna til lista, íþrótta og sam­fé­lags­legra verk­efna. Að meðaltali nema fram­lög til fé­lags- og góðgerðamála 3,6 millj­ón­um króna á ári, til íþrótta­mála 4,7 millj­ón­um, til menn­ing­ar og lista 10,3 millj­ón­um króna, til mennta­mála 11,1 millj­ón og til um­hverf­is­mála 3,7 millj­ón­um króna.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Stefáni Jóni tel­ur hann að styrkja eigi þessa starf­semi með reglu­bundn­um fram­lög­um og gera þetta starf­semi gagn­sæja.

„Lag er til að stofnaður verði menn­ing­ar­sjóður Orku­veitu Reykja­vík­ur. Sjóður­inn hafi stofn­skrá og stjórn. Mark­mið sjóðsins verði að tryggja reglu­bund­in fram­lög Orku­veit­unn­ar til menn­inga­mála á Íslandi. Það verði gert með gagn­sæj­um hætti og sam­kvæmt op­in­ber­um regl­um sjóðsins til að tryggja jafn­ræði um­sækj­enda og fag­mennsku í út­hlut­un­um. Leitað verði fyr­ir­mynda hjá t.d. menn­ing­ar- og ferðamálaráði Reykja­vík­ur­borg­ar, og leitað verði sam­ráðs við Banda­lag ís­lenskra lista­manna, (BÍL) um fyr­ir­komu­lag og hugs­an­lega þátt­töku.

Í grein­ar­gerð seg­ir: Orku­veit­an hef­ur stutt mörg menn­ing­ar­leg verk­efni á und­an­förn­um árum. Mik­il­vægt er að fyr­ir­tækið sýni metnað á þessu sviði áfram sem hingað til. Til að tryggja reglu­bund­in fram­lög og fag­lega meðhöndl­um um­sókna og út­hlut­ana verði þessi sjóður stofnaður, aug­lýst eft­ir um­sókn­um, og þangað vísað öll­um hug­mynd­um og ósk­um um fram­lög til menn­ing­ar­lífs, sam­taka eða fé­laga. Sjóður­inn verði stofnaður hið síðasta 1. janú­ar 2007," sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Stefáni Jóni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert