Myndi losa um umferðarteppu

Lagt hef­ur verið fyr­ir Alþingi frum­varp um breyt­ingu á um­ferðarlög­um, öku­manni sem hyggst beygja til hægri við gatna­mót á um­ferðarljós­um er heim­ilt að beygja á móti rauðu ljósi, nema sér­stak­lega sé tekið fram að það sé óheim­ilt. Flutn­ings­maður er Hjálm­ar Árna­son, ásamt Björg­vini G. Sig­urðssyni og Ein­ari Má Sig­urðar­syni.

Frum­varpið hef­ur áður verið flutt en í grein­ar­gerð þess seg­ir að oft neyðist bif­reiðastjóri, sem hyggst taka hægri beygju, til að bíða á móti rauðu ljósi þótt eng­in um­ferð sé í þá akst­urs­stefnu. Talið er að þetta myndi losa um um­ferðartepp­ur á álags­tím­um og al­mennt greiða fyr­ir um­ferð.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert