Myndi losa um umferðarteppu

Lagt hefur verið fyrir Alþingi frumvarp um breytingu á umferðarlögum, ökumanni sem hyggst beygja til hægri við gatnamót á umferðarljósum er heimilt að beygja á móti rauðu ljósi, nema sérstaklega sé tekið fram að það sé óheimilt. Flutningsmaður er Hjálmar Árnason, ásamt Björgvini G. Sigurðssyni og Einari Má Sigurðarsyni.

Frumvarpið hefur áður verið flutt en í greinargerð þess segir að oft neyðist bifreiðastjóri, sem hyggst taka hægri beygju, til að bíða á móti rauðu ljósi þótt engin umferð sé í þá akstursstefnu. Talið er að þetta myndi losa um umferðarteppur á álagstímum og almennt greiða fyrir umferð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert