Tveir grunaðir um fíkniefnamisferli

Tveir ungir menn voru handteknir vegna gruns um fíkniefnamisferli rétt eftir miðnætti í nótt, að því er Keflavíkurlögreglan greinir frá á Lögregluvefnum. Við leit í bifreið þeirra fannst lítilræði af meintu hassi og ofskynjunarsveppum. Mennirnir voru lausir að loknum yfirheyrslum og telst málið upplýst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert