Einn var fluttur á sjúkrahús með meiðsli í baki, og sex lentu í sjó þegar skipalyfta gaf sig í Vestmannaeyjum með þeim afleiðingurinn að framhluti netabáts sem hékk í lyftunni slitnaði úr henni um klukkan fjögur í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum er ekki vitað hvað það var sem olli slysinu.