Sjálfbær nýting allra auðlinda er stefna sem ríkið þarf að taka fastari tökum, að því er segir í ályktun ungra sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi. Sjávarútvegur, landbúnaður og raforkuframleiðsla á að búa þannig skilyrði að nýliðun geti orðið og að ekki verði bundin á klafa afturhaldshyggju og öfga íhalds. Það þarf að taka þau skref að draga úr og endanlega hætta beinum styrkjum til handa frumatvinnugreinum.