Landssamband kúabænda segir mikla hagræðingu hafa átt sér stað í framleiðslu á mjólkurafurða hér á landi og hún hafi skilað sér til neytenda í lækkuðu vöruverði. Er þar vísað til vísitölu neysluverðs síðustu 16 árin, að hún hafi hækkað um 83% en vinnslu- og dreifingarkostnaður mjólkur um þriðjung. Á sama tíma hafi launavísitala Hagstofunnar hækkað um 150%.
Á vefsíðu LK segir að á þessu tímabili hafi vægi mjólkurafurða í heimilisútgjöldum lækkað um þriðjung. „Með öðrum orðum: það tekur neytanda nú um þriðjungi styttri tíma að vinna fyrir mjólkinni en þá. Það er gríðarleg breyting á svo stuttum tíma,“ segir í pistli undirrituðum BHB, væntanlega af framkvæmdastjóranum Baldri Helga Benjamínssyni.