Biskup Íslands segir kirkjuna eiga að andæva lögmáli frumskógarins

Karl Sigurbjörnsson ávarpar kirkjuþing í morgun.
Karl Sigurbjörnsson ávarpar kirkjuþing í morgun. mbl.is/Ómar

Kirkjan á að andæva því að lögmál frumskógarins verði allsráðandi, þar sem hinir hraustu og sterku komast einir af, sagði Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, meðal annars í ávarpi sínu við setningu kirkjuþings í morgun.

Kirkjan vilji viðhalda velferðarsamfélagi á Íslandi, byggðu á „hinum kristnu grunngildum um kærleika og ábyrgð, á lífinu, á náunganum og gagnvart Guði“.

Þá ræddi biskup ennfremur málefni barna og sagði:

„Foreldrar ungra barna þurfa allan þann stuðning samfélagsins sem hugsast getur. Fáir eru reyndar eins tilbúnir að gefa sig alla í annarra þágu og þeir, fórna sér í þágu hins veikburða og varnalausa. Ekkert hlutverk er göfugra en það. Það er svo sjaldan sem ungir foreldrar, sem eru gráti nær af þreytu, fái að heyra að það sem þeir gera fyrir barn sitt sé Guði þóknanleg þjónusta. Sama er að segja um þau sem annast þá öldruðu og fötluðu okkar á meðal! Þjónusta þess fólks er einatt lítils metin þegar kemur að því að meta hana til launa. Það er sorglegur smánarblettur á samfélagi okkar. Hin kristna þjónusta við lífið og náungann gerist alla jafna og yfirleitt í hversdeginum, í hinu venjulega, mun sjaldnar í því óvenjulega, í hetjudáðum og stórmerkjum.“

Ávarp biskups

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert