Hvalur 9 kominn að landi

Langreyðurin komin í land við Hvalstöðina í Hvalfirði
Langreyðurin komin í land við Hvalstöðina í Hvalfirði RAX

Hvalur 9 er kominn að landi við hvalstöðina í Hvalfirði nú á tíunda tímanum með feng sinn, stóra langreyði sem veiddist um hádegisbil í gær langt úti af Snæfellsnesi.

Fjöldi fólkst fylgdist með í Hvalfirðinum, meðal annars sjávarútvegsráðherra Einar K. Guðfinnsson og Kristján Loftsson, forstjóri Hvals.

Langreyðurin mun vera stór, allt að 60 fet og vel á sjötta tug tonna. Hún verður skorin í hvalstöðinni en þaðan verður kjötið flutt til frekari vinnslu í hraðfrystihúsi HB Granda á Akranesi.

RAX
Kristján Loftsson var meðal þeirra sem voru í Hvalfirðinum þegar …
Kristján Loftsson var meðal þeirra sem voru í Hvalfirðinum þegar Hvalur 9 kom að landi með langreyðina. RAX
Frá Hvalstöðinni í morgun
Frá Hvalstöðinni í morgun RAX
Langreyðurin tekinn að landi í Hvalfirði
Langreyðurin tekinn að landi í Hvalfirði RAX
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert