Bæjarstjóri Ísafjarðar segir jarðgöng mikilvæga samgöngubót

Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar vera gríðarlega mikilvæga samgöngubót sem nýtast myndi 5.500 manns á norðanverðum Vestfjörðum og 1.500 manns í V-Barðastrandasýslu. Þetta segir hann í pistli á heimasíðu sinni og Bæjarins besta vísar í.

„Það er stóra málið við þessi jarðgöng, þau eru stórkostleg samgöngubót milli norðan- og sunnanverðra Vestfjarða. Fyrirtæki á þessum svæðum eiga í viðskiptum.

Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki, þjónustufyrirtæki eins og Gámaþjónusta Vestfjarða sem ekur öllu sorpi frá sunnanverðum Vestfjörðum í eyðingu hér í sorpbrennslunni Funa. Í dag eru samgöngurnar hindrun“, segir hann jafnframt í pistlinum.

„Fólk á þessum svæðum, sérstaklega á sunnanverðum Vestfjörðum þarf að sækja verslun og þjónustu. Þegar færðin er góð á sumrin hittir maður fólk af sunnanverðum Vestfjörðum sem sækir hingað til að versla í Bónus og nýta sér þá þjónustu sem hérna er boðið upp á. Við sem hér búum getum líka sótt margt í V-Barðastrandasýslu t.d. í ferðaþjónustunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert