Fjallað um hvalveiðar Íslendinga í fjölmiðlum víða um heim

Fjallað er um hvalveiðar Íslendinga í fjölmiðlum víðast hvar um heiminn í dag og í gær. Í flestum þeirra kemur fram að Íslendingar hafi brotið alþjóðlegt samkomulag um bann við hvalveiðum í atvinnuskyni er þeir veiddu langreyði nú um helgina. Kemur fram að veiðarnar hafi verið fordæmdar af náttúruverndarsamtökum víða um heim sem og af útlendum ríkisstjórnum en fagnað af öðrum svo sem Norðmönnum og Japönum.

Í Herald Tribune er haft eftir Joth Singh, hjá Alþjóða dýraverndunarsjóðnum, sem segir hvalveiðarnar grimmdarlegar og óþarfar.

Langreyðin komin í land við Hvalstöðina í Hvalfirði
Langreyðin komin í land við Hvalstöðina í Hvalfirði RAX
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert