Greitt fyrir bílastæði með skafmiðum og kortum

Fram­kvæmdaráð Reykja­vík­ur­borg­ar samþykkti á fundi sín­um í dag að fela Bíla­stæðasjóði Reykja­vík­ur að út­færa nýj­ar leiðir til að auðvelda viðskipta­vin­um sín­um að greiða fyr­ir bíla­stæði í miðborg­inni. Á boðstól­um verða tíma­bund­in kort og skaf­miðar, auk þess sem unnt verður að greiða fyr­ir notk­un stæða með kred­it­kort­um.

Í til­kynn­ingu kem­ur fram að gert er ráð fyr­ir að fjöldi al­mennra not­enda gjald­skyldra bíla­stæða muni fagna því að geta greitt með kred­it­kort­um í greiðslu­vél­ar bíla­húsa og miðamæla ut­an­húss.

Upp­setn­ing nýrra miðamæla sem eru bún­ir les­ur­um fyr­ir kred­it­kort hefst á næstu vik­um, en ráðgert er að nýju kort­in og skaf­miðarn­ir komi á markað í upp­hafi næsta árs.

„Meðal greiðslu­mögu­leik­anna sem boðið verður upp á er fjöl­breytt úr­val skaf­miða, en með þeim geta viðskipta­vin­ir keypt fyr­ir­fram ákveðinn gild­is­tíma við stöðumæli og þarf aðeins að skafa af rétta dag­setn­ingu og tíma á miðanum þegar á að nota hann. Skaf­miðinn er hafður sýni­leg­ur í mæla­borði bif­reiðar sem lagt er í gjald­skylt stæði, þannig að starfs­menn Bíla­stæðasjóðs geti lesið dag- og tíma­setn­ingu á hon­um. Hægt verður að kaupa skaf­miða sem gilda í bíla­stæði með allt frá eins klukku­tíma gild­is­tíma.

Einnig verða í boði viku- og mánaðarkort sem gilda við stöðu- og miðamæla­stæði, en með þeim geta þeir viðskipta­vin­ir Bíla­stæðasjóðs sem sækja miðborg­ina í lengri tíma í senn valið um mis­mun­andi fyr­ir­fram­greidd kort sem höfð verða sýni­leg í mæla­borði bif­reiðar­inn­ar," sam­kvæmt til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert