Japanar eiga of mikið af hvalkjöti að sögn sendiherra

Japanar snæða hvalkjöt á veitingahúsi í Wada, austur af Tókýó.
Japanar snæða hvalkjöt á veitingahúsi í Wada, austur af Tókýó. AP

Sendiherra Japans á Íslandi segir ólíklegt að Japanir muni kaupa hvalkjöt af Íslendingum, þar sem nóg væri til af slíku kjöti í Japan eftir vísindaveiðar þar. Illa gengi að selja það kjöt. Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf, sagði að kanna yrði hvort kjötið væri mengað úr langreyðinni sem veiddist í gær og því gætu margir mánuðir liðið þar til hægt verður að selja kjötið. Kristján sagði ekki búið að selja kjötið, fyrst þurfi öll nauðsynleg heilbrigðisvottorð að fást og því liggi ekkert á.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert