Félag stofnað um uppbyggingu og rekstur hitaveitu í Kína.

Enex Kína ehf, sem er í eigu Enex, Glitnis og Orkuveitu Reykjavíku, og Shaanxi Geothermal Energy Development Corporation (CGCO) undirrituðu í dag samning um stofnun félagsins Shaanxi Green Energy Geothermal Development Co. í borginni Xian Yang í Shaanxi héraði í Kína. Hið nýja félag er að 49% hlut í eigu Enex Kína.

Um er að ræða framhald af samkomulagi sem gert var milli aðila í lok júní s.l. Fyrsta verkefni hins nýja félags er uppbygging og rekstur jarðvarmaveitu sem í fyrsta áfanga mun þjónusta þrjá framhaldsskóla í Xian Yang borg. Heildarfjárfesting fyrsta áfanga er um 2,4 milljón evra.

Xian Yang borg býr yfir miklum jarðvarma sem er að miklu leyti ónýttur en borgin fékk formlega titilinn ,,Jarðhitaborg Kína” fyrr á árinu. Borgaryfirvöld hafa sýnt verkefninu mikinn stuðning sem er í samræmi við stefnu kínverskra stjórnvalda að 15% allrar orku Kína komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum árið 2020. Frá því segir í tilkynningu frá Orkuveitunni

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert