Nýir og langdrægari metanbílar afhentir

Ögmundur Einarsson, framkvæmdastjóri Sorpu, og Knútur G. Hauksson, forstjóri Heklu …
Ögmundur Einarsson, framkvæmdastjóri Sorpu, og Knútur G. Hauksson, forstjóri Heklu við afhendingu bílanna. mbl.is/Árni Sæberg.

Ný og endurbætt kynslóð metanbíla frá Volkswagen, EcoFuel, er komin á markað hér á landi og afhenti Knútur G. Hauksson, forstjóri Heklu, fulltrúum Sorpu sex slíka bíla í dag, að því er segir í fréttatilkynningu.

Með tilkomu nýju bílanna verða metanbílar á götum borgarinnar orðnir um 60 talsins en sex ár eru frá því að fyrstu bílarnir komu á markað hérlendis. Hekla hefur flutt inn ríflega helming þessara bíla, eða alls 35 metanbíla, segir ennfremur í tilkynningunni.

Nýju Sorpu-bílarnir eru af gerðinni VWCaddy EcoFuel og VWTouran Trendline Eco Fuel með tvíbrennihreyfli sem gengur fyrir metani og einnig bensíni þegar þörf er á. Í samanburði við eldri metanbílana munar mest um langdrægni nýju bílanna. Kemst Caddyinn um 430 km á metanfyllingunni og Touran bíllinn um 310 km en meðaldrægni gömlu bílanna er einungis um 130 km á hverri fyllingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert