SGS gagnrýnir að fé fari úr starfsmenntasjóðum til íslenskukennslu útlendinga

Frá ársfundi Starfsgreinasambandsins.
Frá ársfundi Starfsgreinasambandsins. mbl.is

Starfsgreinasambandið segir í pistli á vefsíðu sinni að óeðlilegt sé að starfsmenntasjóðir atvinnulífsins, sem ætlaðir séu lægst launaða fólki landsins til menntunar, séu notaðir til styrktar íslenskukennslu útlendinga. Slíkt eigi að vera á ábyrgð samfélagsins alls. „Samtök atvinnulífsins og SGS munu sameiginlega óska eftir því við ríkisstjórnina að brugðist verði nú þegar við fyrirséðum vanda, vegna stöðugt vaxandi fjölda útlendinga á vinnumarkaði,“ segir í pistlinum.

Samtök atvinnulífsins og SGS hafi því ákveðið að koma sameiginlega á framfæri við ríkistjórnina óskum um verulega aukið framlag ríkissjóðs til íslenskukennslu útlendinga á vinnumarkaði. „Starfsmenntasjóðir atvinnulífsins ráða ekki við verkefnið og það var heldur aldrei ætlunin að þeir tækju að sér svo umfangsmikla samfélagsþjónustu, þótt frumkvæðið hafi vissulega verið þeirrra, að bregast við brýnni þörf,“ segir á síðu SGS.

SGS segir að á þessu ári stefni í aukna íslenskukennslu hjá fræðsluaðilum, símenntunarmiðstöðvunum á landsbyggðinni og Mími símenntun í Reykjavík. Álag á fræðslusjóðina sem styrkt hafi kennsluna muni því aukast.

„Frá janúar til maí í ár hafa framangreindir fræðslusjóðir greitt styrki að fjárhæð kr. um 11,7 milljónir, en fjárveiting ríkissjóðs 2006 er alls kr. 18,8 milljónir. Þessi kostnaður hefur hingað til ekki lagst þungt á aðra starfsmenntasjóði SA og stéttarfélaga en hins vegar eru sterkar vísbendingar að það muni breytast á næstu misserum, þar sem útlendingum fer nú ört fjölgandi í hópum verslunarfólks og sjómanna," segir á síðu SGS.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert