Tengsl milli eignarhalds dagblaða og auglýsinga

Í mars sl. birtust 87 auglýsingar frá verslunum í eigu Baugs í Fréttablaðinu, aðeins átta í Blaðinu og sex í Morgunblaðinu. Í sama mánuði birtust auglýsingar frá fyrirtækjum Dagsbrúnar 79 sinnum í Fréttablaðinu, 47 sinnum í DV, en aðeins þrisvar í Blaðinu og sjö sinnum í Morgunblaðinu. Samtals eru auglýsingar fyrirtækja Baugs nær fjórðungur af öllum stórum auglýsingum í aðalblaði Fréttablaðsins eða 24,3% og voru um fimmtungur, 20,4%, af auglýsingum DV.

Óneitanlega vekur slík slagsíða í birtingum á auglýsingum þá tilgátu að Fréttablaðið bjóði systurfyrirtækjum sínum verulegan afslátt af auglýsingaverði sem önnur dagblöð geta ekki keppt við, að mati Guðbjargar Hildar Kolbeins, doktors í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands, sem lokið hefur rannsókn á tengslum milli eignarhalds og auglýsinga í íslenskum dagblöðum. Niðurstaða hennar er m.a. sú að tengslin séu greinileg.

Nánar er greint frá málinu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka