Röðun frambjóðenda á lista Sjálfstæðismanna i Reykjavík hefur ekki breyst frá síðustu talningu þegar 5.512 hafa verið talin í prófkjöfkjöri flokksins. Geir H. Haarde hefur fengið 4.952 atkvæði í 1. sæti, Guðlaugur Þór Þórðarson 2.553 atkvæði í 1.-2. sæti og Björn Bjarnason 2.629 atkvæði í 1.-3. sæti. Hátt í tíu þúsund tóku þátt í prófkjörinu og á því enn eftir að telja nokkuð magn atkvæða.
Geir H. Haarde: 4.952 atkvæði í 1. sæti
Guðlaugur Þór Þórðarson: 2.553 atkvæði í 1.-2. sæti
Björn Bjarnason: 2.629 atkvæði í 1.-3. sæti
Guðfinna S. Bjarnadóttir: 2.256 atkvæði í 1.-4. sæti
Illugi Gunnarsson: 2.413 atkvæði í 1.-5. sæti
Ásta Möller: 2.799 atkvæði í 1.-6. sæti
Pétur Blöndal: 3.282 atkvæði í 1.-7. sæti
Sigurður Kári Kristjánsson: 3.637 atkvæði í 1.-8. sæti
Birgir Ármannsson: 3.908 atkvæði í 1.-9. sæti
Sigríður Á. Andersen: 3.374 atkvæði í 1.-10. sæti
Dögg Pálsdóttir: 3.261 atkvæði í 1.-11. sæti
Grazyna M. Okuniewska: 1.876 atkvæði í 1.-12. sæti