Niðurstaða prófkjörs Sjálfstæðisflokksins bindandi

Geir og Guðlaugur ræða við fréttamanna í Valhölli í gærkvöldi.
Geir og Guðlaugur ræða við fréttamanna í Valhölli í gærkvöldi. mbl.is/ÞÖK

Þegar öll atkvæði höfðu verið talin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í nótt hafði Geir H. Haarde hlotið 9.126 atkvæði í 1. sæti, Guðlaugur Þór Þórðarson hlotið 5.071 atkvæði í 1.-2. sæti og Björn Bjarnason hlotið 4.506 atkvæði í 1.-3. sæti. Þar sem rúmlega helm­ingur þeirra sem voru á kjörskrá kusu í prófkjörinu mun kjörnefnd gera tillögu um að fram­boðs­­listinn verði í samræmi við niðurstöður prófkjörsins.

Á kjörskrá voru í lok kjörfundar 21.317 manns. Atkvæði greiddu 10.846 eða 50,88% af þeim sem voru á kjörskrá. Prófkjörsreglur Sjálfstæðisflokksins (17. gr.) mæla svo fyrir um að hafi helm­ingur þeirra sem á kjörskrá eru við lok kjörfundar kosið, er kjörnefnd skylt að gera tillögu til fulltrúaráðsfundar sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík um að fram­boðs­­listinn verði í samræmi við niðurstöður prófkjörsins enda hafi fram­bjóð­endur hlotið atkvæði í eitthvert sæti á að minnsta kosti helmingi gildra kjörseðla. Samkvæmt þessu er niðurstaða prófkjörsins bindandi gagnvart kjörnefnd.

Niðurstaða prófkjörsins var þessi:

1. Geir H. Haarde: 9.126 atkvæði í 1. sæti
2. Guðlaugur Þór Þórðarson: 5.071 atkvæði í 1.-2. sæti
3. Björn Bjarnason: 4.506 atkvæði í 1.-3. sæti
4. Guðfinna S. Bjarnadóttir: 4.256 atkvæði í 1.-4. sæti
5. Illugi Gunnarsson: 4.526 atkvæði í 1.-5. sæti
6. Pétur Blöndal: 5.175 atkvæði í 1.-6. sæti
7. Ásta Möller: 6.057 atkvæði í 1.-7. sæti
8. Sigurður Kári Kristjánsson: 6.735 atkvæði í 1.-8. sæti
9. Birgir Ármannsson: 7.106 atkvæði í 1.-9. sæti
10. Sigríður Á. Andersen: 6.328 atkvæði í 1.-10. sæti
11. Dögg Pálsdóttir: 5.991 atkvæði í 1.-10. sæti
12. Grazyna M. Okuniewska: 3.514 atkvæði í 1.-10. sæti
Aðrir hlutu færri atkvæði.
Gild atkvæði voru 10.282.
Ógild atkvæði og auð voru 564.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert