Jafningjafræðslan stendur fyrir „Nóvember gegn nauðgunum"

Jafn­ingja­fræðsla Hins Húss­ins hef­ur ákveðið að efna til átaks gegn nauðgun­um og misneyt­ingu en jafn­ingja­fræðslan er for­varn­ar­starf sem unnið er af ungu fólki fyr­ir annað ungt fólk. Í gegn­um tíðina hef­ur aðaláhersla starfs­ins verið á fíkni­efna­for­varn­ir en vegna þeirra mála sem upp hafa komið und­an­förnu er áhersla þess nú lögð á kyn­ferðisof­beldi.

Í yf­ir­lýs­ingu sam­tak­anna seg­ir: „Í haust fór­um við að heyra af aukn­um fjölda misneyt­ing­ar­mála inn­an fram­halds­skól­anna en misneyt­ing er þegar karl­maður stund­ar kyn­líf með rænu­lausri eða mjög ölvaðri stúlku.

Í októ­ber átti sér svo stað hrina af nauðgun­um í miðbæ Reykja­vík­ur og ákváðum við þá að reyna að leggja okk­ar af mörk­um með því að fara aft­ur af stað með fræðsluna okk­ar frá því í sum­ar. Við út­víkkuðum svo þá hug­mynd og ákváðum að kalla þetta átak og standa einnig fyr­ir uppá­kom­um í nóv­em­ber og reyna með því að ná til ung­menna sem ekki eru í fram­halds­skól­um. Átakið köll­um við ,,nóv­em­ber gegn nauðgun­um’’ en vissu­lega á boðskap­ur­inn við alla mánuði árs­ins.

Frítt verður inn á all­ar uppá­kom­ur og fræðslan er skól­un­um einnig að kostnaðarlausu. Við feng­um strax góð viðbrögð hjá for­varn­ar­full­trú­um og í skól­um eins og FÁ, MR og Versló erum við einnig að vinna með nem­enda­fé­lög­un­um. Við sækj­um þekk­ingu okk­ar í marg­vís­leg­ar rann­sókn­ir auk þess sem við fáum fræðslu frá Stíga­mót­um og neyðar­mót­töku Land­spít­al­ans. Í fræðslu tök­um við fyr­ir sekt­ar­hug­takið og leggj­um áherslu á það að sök­in ligg­ur hjá ger­and­an­um ekki fórn­ar­lamb­inu og fylgj­um með því hug­mynda­fræði Guðrún­ar í Stíga­mót­um. Guðrún legg­ur ríka áherslu á að við verðum að breyta hug­mynd­um í sam­fé­lag­inu ekki hegðun kvenna. Það er rétt­ur kvenna líkt og karla að geta gengið óhult­ar um göt­ur Reykja­vík­ur­borg­ar og ef að stúlku verður það á að drekka of mikið og verða fyr­ir nauðgun í því ástandi þá á það ekki að þýða að hún eigi á ein­hvern hátt sök á nauðgun­inni.

Við leggj­um áherslu á að stelp­ur leiti sér hjálp­ar ef þær hafa orðið fyr­ir kyn­ferðisof­beldi og bend­um þeim hvert á að leita og einnig hvað skal gera ef vin­ur eða vin­kona seg­ir frá kyn­ferðisof­beldi. Strák­arn­ir sem vinna hjá Jafn­ingja­fræðslunni beina svo boðskapi sín­um til karla og hvetja þá til að skoða hug­mynd­ir sín­ar um klám, kyn­líf og kyn­ferðisof­beldi."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert