Fleiri flytja frá Reykjavíkur en til hennar

mbl.is

Fleiri hafa flutt frá Reykjavík en til hennar síðustu 5 ár þar sem margir hafa flutt til nágrannasveitarfélaganna, hægt hefur á straumi frá landsbyggðinni en straumur erlendis frá gæti hinsvegar breytt myndinni. Þetta er meðal þess sem Þórhallur Ásbjörnsson, sérfræðingur hjá Greiningardeild KB banka mun fjalla um í fyrirlestri á vegum bankans í fyrramálið.

Að sögn Þórhalls má búast við að fjölgun íbúða verði langmest fjarri miðkjarna Reykjavíkur ef horft er fram til ársins 2024. Íbúðum eigi eftir að fjölga um 95% sem eru í 9 km fjarlægð frá miðkjarna eða meira. 42% íbúða á höfuðborgarsvæðinu verða yfir 9 km frá miðkjarna árið 2024 sem er aukning úr 32% í dag. Á sama tíma mun vægi íbúða miðsvæðis skreppa saman.

Nánar verður fjallað um fyrirlestur Þórhalls á mbl.is á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert