Fleiri flytja frá Reykjavíkur en til hennar

mbl.is

Fleiri hafa flutt frá Reykja­vík en til henn­ar síðustu 5 ár þar sem marg­ir hafa flutt til ná­granna­sveit­ar­fé­lag­anna, hægt hef­ur á straumi frá lands­byggðinni en straum­ur er­lend­is frá gæti hins­veg­ar breytt mynd­inni. Þetta er meðal þess sem Þór­hall­ur Ásbjörns­son, sér­fræðing­ur hjá Grein­ing­ar­deild KB banka mun fjalla um í fyr­ir­lestri á veg­um bank­ans í fyrra­málið.

Að sögn Þór­halls má bú­ast við að fjölg­un íbúða verði lang­mest fjarri miðkjarna Reykja­vík­ur ef horft er fram til árs­ins 2024. Íbúðum eigi eft­ir að fjölga um 95% sem eru í 9 km fjar­lægð frá miðkjarna eða meira. 42% íbúða á höfuðborg­ar­svæðinu verða yfir 9 km frá miðkjarna árið 2024 sem er aukn­ing úr 32% í dag. Á sama tíma mun vægi íbúða miðsvæðis skreppa sam­an.

Nán­ar verður fjallað um fyr­ir­lest­ur Þór­halls á mbl.is á morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka