Sextán manns hafa gefið kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Norvesturkjördæmi til kynna áhuga sinn á að taka sæti á framboðslista flokksins fyrir næstu Alþingiskosningar.
Á vefnum Skessuhorni kemur fram að kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ákvað að fela kjörnefnd að leggja tillögu að framboðslista fyrir kjördæmisráð. Ásbjörn Óttarsson formaður kjörnefndar segir að næsti fundur nefndarinnar verði haldinn 11. nóvember og fyrir þann tíma sé æskilegt að áhugasamir frambjóðendur setji sig í samband við nefndina.
Þeir sem þegar hafa gefið kost á sér eru Adolf H. Berndsen Skagaströnd, Ásdís Guðmundsdóttir Sauðárkróki, Bergþór Ólason Akranesi, Birna Lárusdóttir Ísafirði, Borgar Þór Einarsson Akranesi, Einar Kristinn Guðfinnsson Bolungarvík, Einar Oddur Kristjánsson Flateyri, Eygló Kristjánsdóttir Reykhólum, Herdís Þórðardóttir Akranesi, Hjörtur Árnason Borgarnesi, Jakob Falur Garðarsson Reykjavík, Óðinn Gestsson Suðureyri, Sturla Böðvarsson Stykkishólmi, Sunna Gestsdóttir Blönduósi, Örvar Már Marteinsson Ólafsvík og Þórvör Embla Guðmundsdóttir Reykholtsdal.