Ari Edwald segir sameiningu 365 miðla og Skjásins skynsamlega hugmynd

Ari Edwald.
Ari Edwald. mbl.is

Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir að sameining Skjásins og 365 sé ekki í spilunum eins og málin standa, en á bloggi sínu fullyrðir Steingrímur Sævarr Ólafsson blaðamaður og fyrrverandi fréttamaður á Stöð 2 að leynilegar viðræður hafi átt sér stað á milli fyrirtækjanna. Ari segir að engar slíkar viðræður hafi átt sér stað, en að sameining fyrirtækjanna geti hins vegar verið mjög skynsamleg leið.

„Ég held að það væri að mörgu leyti mjög skynsamlegt, þó að það séu örugglega mörg ljón í veginum. Sjónvarpsrekstur á Íslandi er erfiður, það er erfitt fyrir einkafyrirtæki að fóta sig á markaði þar sem ríkið gengur um með yfirboðum sem eru niðurgreidd af skattfé. Það gerir alla samkeppnisstöðu mjög fáránlega eins og allir myndu sjá ef önnur atvinnugrein ætti í hlut. Þannig að ég held að þetta væri að mörgu leyti áhugaverð hugmynd,“ segir Ari.

Blog Steingríms Sævarrs Ólafssonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert