Samkvæmt viðhorfskönnun sem Capacent Gallup vann í september, meðal félagsmanna aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins eru heildarlaun karla 42,3% hærri en kvenna. Meðalvinnutími hjá þeim sem vinna fullt starf eru ríflega 51 stund á viku og meðalfjöldi yfirvinnustunda 11,1 stundir.
Á vef Starfsgreinasambandsins kemur fram að könnunin leiðir í ljós að meðalheildarlaun þeirra sem eru í fullu starfi eru nú 245 þúsund kr. eða 276 þúsund hjá körlum, sem eru rúmlega 42,3% hærri heildarlaun en kvenna, en þær hafa 194 þúsund í meðalheildarlaun.
Vinnutíminn lengstur á Austurlandi
Vefur Starfsgreinasambands Íslands