Hvalur 9 hættur veiðum, tvær langreyðar óveiddar

Hvalur 9
Hvalur 9 Árni Sæberg

eftir Guðna Einarsson

gudni@mbl.is

HVALUR 9 er hættur hvalveiðum í haust. Ástæðan er minnkandi birta og versnandi veður, að sögn Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf. Ef rigningarsuddi og dimmviðri bætist við skammdegið er ómögulegt að eiga við veiðarnar því hvalveiðar er ekki hægt að stunda nema í björtu veðri og þokkalega stilltu.

Hvalbáturinn var á miðunum út af Snæfellsnesi í gær og var þar í hval. Kristján sagði þá hafa séð tvær sandreyðar og eina langreyði, en sú náði ekki 50 feta lágmarki fyrir veiðidýr. Undir kvöld sáust tveir hvalir til viðbótar en þeir týndust í myrkri. Þá var farið að bræla og veðurhorfur slæmar fyrir næstu daga. Því var ákveðið að láta slag standa.

Hvalur 9 var búinn að landa sjö langreyðum. Kristján sagði ljóst að sjö hvalir skiluðu ekki miklum hagnaði, en með því að byrja veiðar nú væri betra að átta sig á framtíðinni. En ætlar hann að láta skvera fleiri hvalbáta? "Það getur verið, við sjáum bara til," sagði Kristján. Hann var einnig spurður hvort hann hefði fengið mikið af mótmælum? "Alls engin. Ég hef ekkert fengið nema hrós. Helling af tölvupósti frá fólki sem ég þekki ekki neitt. Það hefur ekki verið nema á einn veg," sagði Kristján. | 6

Í hnotskurn
» Eftir að veiðar í atvinnuskyni voru leyfðar á ný hélt Hvalur 9 til veiða og kom með fyrstu langreyðina að landi 21. október.
» Kvótinn hljóðaði upp á níu langreyðar. Hvalur 9 var búinn að veiða fjórar kýr og þrjá tarfa.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert