Skoðanir Magnúsar vekja Steinunni hroll

Steinunn Valdís Óskarsdóttir.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir.

Steinnunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi, segir ummæli þingmanns frjálslyndra, Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, um málefni innflytjenda í Silfri Egils í dag hafa vakið henni hroll. Magnús vilji takmarka möguleika múslima og ,,þeirra” annara sem ólíkir eru ,,okkur” í lífsháttum til búsetu á Íslandi, segir Steinunn í pistli á heimasíðu sinni.

,,Á undan umræðunum var spilað myndband með Jóni Magnússyni lögmanni sem genginn er í Frjálslynda flokkinn. Lögmaðurinn talaði mjög afgerandi fyrir hönd Frjálslyndra og Magnús Þór tók undir orð Jóns og vill t.d. takmarka möguleika múslima og ,,þeirra” annara sem ólíkir eru ,,okkur” í lífsháttum til búsetu á Íslandi. Hann talaði einnig með þeim hætti um aðrar þjóðir en Íslendinga, að undrun sætir," segir Steinunn.

Steinunn telur að heldur eigi að setja skýr lög og skýrar reglur og hafa öflugt eftirlit með að ekki sé brotið á réttindum fólks á vinnumarkaði. ,,Undirborganir eiga ekki að líðast og hefur í sjálfu sér ekkert með það að gera hvort fólk er fætt á Íslandi eða annarsstaðar. Dæmi af undirborgunum til útlendinga ættu að hringja viðvörunarbjöllum en þau viðbrögði að banna eigi sem flesta innflytjendur er náttúrulega út í hött. Það er alvarlegt þegar þingmaður kyndir undir og vekur upp ótta fólks við ,,útlendinga". Dæmin úr gamalli og nýrri sögu ættu að vara okkur við slíkum málflutningi," segir Steinunn.

Heimasíða Magnúsar

Heimasíða Steinunnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert