Afkoma A-hluta ríkissjóðs jákvæð um tæpa 113 milljarða króna

Gamla Landssímahúsið.
Gamla Landssímahúsið. mbl.is

Á árinu 2005 var afkoma A-hluta ríkissjóðs jákvæð um tæpa 113 milljarða kr. sem svarar til tæplega 27% af heildartekjum ársins. Þetta er mikil breyting frá undanförnum árum þegar afkoma ríkissjóðs, ýmist jákvæð eða neikvæð, hefur verið á bilinu 1–4% af tekjum hans. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar „Endurskoðun ríkisreiknings 2005”.

Ríkisendurskoðun ítrekar mikilvægi þess að framkvæmd fjárlaga ríkisins styðjist við lagaákvæði, í tilefni af nýútgefinni skýrslu sinni Stofnunin leggur áherslu á að ríkisstofnanir vinni í anda áhættustjórnunar og efli innra eftirlit hjá sér.

Í skýrslunni dregur Ríkisendurskoðun saman helstu niðurstöður fjárhagsendurskoðunar sinnar fyrir árið 2005, en þá voru samtals 418 ársreikningar stofnana og fyrirtækja í ríkisreikningi með áritun endurskoðenda. Um helming þessarar jákvæðu afkomu má rekja til tekna af sölu Landssímans hf. en auk þess hafa skatttekjur ríkisins vaxið mjög undanfarin ár. Frá þessu segir í tilkynningu frá stofnuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert