Minnst spilling í íslensku stjórnkerfi að mati Transparency International

Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu.
Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu.

Óháða eftirlitsstofnunin Transparency International hefur nú gefið út árlegan lista sinn þar sem löndum er raðað niður eftir spillingu í stjórnkerfinu. Á listanum eru 163 lönd og er spilling talin minnst hér á landi, Finnlandi og Nýja-Sjálandi. Löndin deila fyrsta sætinu á listanum, öll með einkunnina 9,6.

Þýskaland er í 16. sæti, Japan í 17. og Bandaríkin í 20. Stofnunin segir fátækt og spillingu haldast í hendur, spilling í fátækum ríkjum Afríku t.d. væri mikil.

Úkraína og Georgía eru í 99. sæti og Rússland í því 121. Armenía er í 93. sæti en Azerbaijan í 130. Írak er í 160. sæti og Úsbekistan og Hvíta-Rússland deila 151. sætinu. Túrkmenistan og Tadsjikistan deila 142. sæti. Transparency International styðst við ýmsar kannanir og gögn sem leiða eiga í ljós traust manna á hinu opinbera og er spillingin þannig mæld. Lesa má nánar um aðferðir stofnunarinnar á vefsíðu hennar.

Listi Transparency International

Transparency International

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert