Óháða eftirlitsstofnunin Transparency International hefur nú gefið út árlegan lista sinn þar sem löndum er raðað niður eftir spillingu í stjórnkerfinu. Á listanum eru 163 lönd og er spilling talin minnst hér á landi, Finnlandi og Nýja-Sjálandi. Löndin deila fyrsta sætinu á listanum, öll með einkunnina 9,6.
Þýskaland er í 16. sæti, Japan í 17. og Bandaríkin í 20. Stofnunin segir fátækt og spillingu haldast í hendur, spilling í fátækum ríkjum Afríku t.d. væri mikil.
Úkraína og Georgía eru í 99. sæti og Rússland í því 121. Armenía er í 93. sæti en Azerbaijan í 130. Írak er í 160. sæti og Úsbekistan og Hvíta-Rússland deila 151. sætinu. Túrkmenistan og Tadsjikistan deila 142. sæti. Transparency International styðst við ýmsar kannanir og gögn sem leiða eiga í ljós traust manna á hinu opinbera og er spillingin þannig mæld. Lesa má nánar um aðferðir stofnunarinnar á vefsíðu hennar.
Listi Transparency International