Tveir fluttir á sjúkrahús eftir eld í fjölbýlishúsi í Reykjavík

Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir að eldur kom upp í íbúð á annarri hæð fjölbýlishúss að Ferjubakka 12 í Breiðholti í Reykjavík uppúr klukkan tíu í kvöld. Ekki liggja fyrir upplýsingar um ástand þeirra. Reykkafarar fundu fólkið í íbúðinni. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og var því lokið rétt fyrir hálf ellefu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Reykjavík í kvöld.

Fólk á efstu hæð hússins komst ekki út fyrr en eldurinn hafði verið slökktur. Strætisvagn var fenginn á vettvang fyrir þá sem þurftu að yfirgefa heimili sín vegna eldsins. Veitti Rauði krossinn þeim aðstoð og áfallahjálp á vettvangi.

Ekki er vitað um upptök eldsins, en íbúðin er stórskemmd eftir brunann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert