Fleiri banaslys úti á landi

Mun fleiri banaslys í umferðinni verða á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Í skriflegu svari dómsmálaráðherra, Björns Bjarnasonar, við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, Samfylkingu, kemur fram að alls 72% banaslysa í umferðinni, á sl. tíu árum, hafi orðið á landsbyggðinni, og þar með hafi 28% banaslysa orðið á höfuðborgarsvæðinu.

"Umferð á þjóðvegum landsins hefur aukist undanfarna áratugi og alvarleg slys verða flest utan þéttbýlis," segir m.a. í svarinu.

Í svarinu segir ennfremur að alls 203 banaslys hafi orðið í umferðinni frá árinu 1997 til 19. október á þessu ári. Þar af hafi 56 banaslys orðið á höfuðborgarsvæðinu og 147 á landsbyggðinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert