Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Ívari Smára Guðmundssyni, sem strauk úr haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. Ívar er fæddur 1980, er um 180 sentimetra hár og var klæddur í svartan stuttermabol og græna hettupeysu. Ívar er að afplána 20 mánaða dóm á Litla-Hrauni vegna fíkniefnabrota, en lögregla telur ástæðu til að ætla að hann geti verið varasamur. Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Ívars eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000.