Mjög hvasst á Norðurlandi og ófært um Breiðdalsheiði

Mjög mikið hvassviðri er nú á Norðurlandi, hvasst í Langadal, stórhríð á Þverárfjalli og á leiðinni í Fljótin og eins milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Það er verið að moka á Möðrudalsöræfum og þar ætti að verða fært um hádegi. Það er ófært bæði á Breiðdalsheiði og Öxi.

Á Vestfjörðum er varað við óveðri í Gufudalssveit. Klettsháls er ófær og þar er beðið með mokstur vegna veðurs. Hins vegar er verið að moka Steingrímsfjarðarheiði og Ísafjarðardjúp. Þó verður Eyrarfjall ekki mokað í dag.

Það eru hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum. Á Vesturlandi er víða hálka eða hálkublettir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert