Formaður nemendafélagsins á Bifröst lýsir óánægju með fund rektors

Viðskiptaháskólinn á Bifröst.
Viðskiptaháskólinn á Bifröst. mbl.is/Þorkell

Bryn­dís Ósk Jóns­dótt­ir, formaður nem­enda­fé­lags Há­skól­ans á Bif­röst, seg­ir að at­kvæðagreiðsla sem fram fór á fundi Run­ólfs Ágústs­son­ar, rektors skól­ans, fyrr í dag hafi verið óviðun­andi. Á fund­in­um gafst nem­end­um kost­ur á að lýsa trausti eða van­trausti á rektor.

„At­kvæðagreiðslan fór þannig fram að ómerkt­um seðlum var dreift af handa­hófi til al­gjör­lega óskil­greinds fjölda fólks. Það eru bara al­gjör­lega óviðun­andi vinnu­brögð og það er ekki hægt að byggja neitt á þess­ari at­kvæðagreiðslu,“ seg­ir Bryn­dís.

Þá seg­ir Bryn­dís að aðeins brot þeirra nem­enda og starfs­manna sem rétt höfðu á að kjósa hafi setið fund­inn, en auk þess hafi hluti fund­ar­gesta gengið út þegar kosn­ing­in hófst.

Tölu­verðrar óánægju hef­ur gætt á meðal nem­enda skól­ans með störf rektors, og hafa nem­end­ur meðal ann­ars lagt fram kær­ur til siðanefnd­ar skól­ans. „Þess­ar kær­ur sem um ræðir voru send­ar siðanefnd sem mun taka þær fyr­ir og stjórn skóla­fé­lags­ins tel­ur það vera hinn rétta far­veg í mál­inu,“ seg­ir Bryn­dís, en á fund­in­um í dag viður­kenndi Run­ólf­ur meðal ann­ars að hafa átt í ástar­sam­bandi við nem­anda í skól­an­um. Hann sagðist þó ekki hafa gert neitt rangt.

Þá seg­ir Bryn­dís óviðun­andi að eng­um hafi verið gef­inn kost­ur á að tjá sig á fundi rektors í dag. „Við telj­um að svona ein­hliða yf­ir­lýs­ing­ar þar sem eng­ir aðrir fá að koma að mál­inu eða spyrja spurn­inga séu ekki vinnu­brögð í takt við það sem kennt er í þess­um skóla.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka