SAS Sverige ætlar að hefja beint flug á milli Íslands og Svíþjóðar 27. apríl á næsta ári. Félagið ætlar einnig að hefja beint flug milli Svíþjóðar og München í Þýskalandi, Mallorca og Malaga á Spáni og Glasgow í Skotlandi.
Fram kemur á heimasíðu félagsins, að flugmiði aðra leiðina á þessum flugleiðum muni kosta frá 650 sænskum krónum. Sala á miðunum hefst á morgun og verða notaðar Boeing 737 eða MD80 flugvélar á áætlunarleiðunum.
SAS Sverige er dótturfélag norræna flugfélagsins SAS líkt og SAS Braathens í Noregi og SAS Danmark.