Al Gore hélt fyrirlestur á ráðstefnu Kaupþings banka

Al Gore.
Al Gore.

Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi hélt fyrirlestur á stjórnendaráðstefnu Kaupþings banka í spænska bænum Sitges á dögunum. Í fréttatilkynningu kemur fram að fyrirlestur hans hafi tekið mið af umhverfismálum. Gore lagði áherslu á að mannskepnan þyrfti að breyta hegðun sinni í samskiptum við umhverfið, að öðrum kosti yrðu mennirnir breytingum að bráð. Gore er væntanlegur hingað til lands á næstunni í boði forseta Íslands.

Gore og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings banka.
Gore og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings banka.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert