Magnús Stefánsson í fyrsta sæti Framsóknarflokksins í NV-kjördæmi eftir að fyrstu tölur voru birtar

Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra
Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra

Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, hefur fengið 80 atkvæði í fyrsta sæti Framsóknarflokksins í NV-kjördæmi eftir að fyrstu tölur voru birtar í prófkjöri flokksins, alls hafa 150 atkvæði verið talin. Herdís Sæmundardóttir hefur fengið 79 atkvæði í 1. – 2. sætið, en Kristinn H. Gunnarsson 80 atkvæði í 1 – 3. sæti. Alls greiddu 1666 atkvæði af þeim 2522 sem voru á kjörskrá eða 66,06%

Eftir fyrstu tölur eru röðin svohljóðandi:

1. Magnús Stefánsson 80 atkvæði.
1.-2. sæti, Herdís Sæmundardóttir, 79 atkvæði.
1.-3. sæti, Kristinn H. Gunnarsson, 80 atkvæði.
1.-4. sæti, Valdimar Sigurjónsson, 90 atkvæði.
1.-5. sæti, Inga Ósk Jónsdóttir, 113 atkvæði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert