Sparisjóðurinn styrkir átta verkefni í geðheilbrigðismálum

Einar Már, Margrét, Baltasar og Ingvar á blaðamannafundinum í dag.
Einar Már, Margrét, Baltasar og Ingvar á blaðamannafundinum í dag. mbl.is/Kristinn

Spari­sjóður­inn hef­ur hafið átak meðal viðskipta­vina sinna og lands­manna allra til styrkt­ar ákveðnum verk­efn­um átta frjálsra fé­laga­sam­taka á sviði geðheil­brigðismála. Átakið er kallað „Þú gef­ur styrk“ og stend­ur til jóla. Mark­miðið er safna fé til að styðja vel við fram­sækn­ar hug­mynd­ir á þessu sviði.

Frá þessu grein­ir í frétta­til­kynn­ingu, en Mar­grét Tryggva­dótt­ir, for­stöðumaður markaðssviðs Spari­sjóðsins, kynnti verk­efnið á blaðamanna­fundi á Grill­inu á Hót­el Sögu í Reykja­vík í dag. Þar voru meðal ann­ars viðstadd­ir leik­ar­arn­ir Ingvar Sig­urðsson og Baltas­ar Kor­mák­ur, sem léku í þekktu atriði í kvik­mynd­inni Engl­ar al­heims­ins, er gerð var eft­ir sam­nefndri bók Ein­ars Más Guðmunds­son­ar, er einnig var á Grill­inu í dag.

Þau verk­efni sem hljóta styrki voru val­in með aðstoð fag­fólks og eiga það sam­eig­in­legt að vera upp­bygg­ing­ar-, út­breiðslu-, fræðslu og þró­un­ar­verk­efni í geðheil­brigðismál­um.

Söfn­un­in er ný­stár­leg að því leyti að óskað er eft­ir þátt­töku allra viðskipta­vina Spari­sjóðsins og get­ur hver um sig valið eitt af verk­efn­un­um átta, seg­ir í frétta­til­kynn­ing­unni.

Í kjöl­farið legg­ur Spari­sjóður­inn 1.000 krón­ur til þess verk­efn­is í nafni viðskipta­vin­ar­ins. Um leið er hver og einn hvatt­ur til að leggja fram viðbótar­fram­lag. Einnig verður opnaður söfn­un­ar­sími svo lands­menn all­ir geti lagt sitt af mörk­um. Síma­núm­erið er 901 1000 og kost­ar hvert sím­tal 1.000 krón­ur sem dreifast jafnt á verk­efn­in átta. Með þessu móti er von­ast til að alls tak­ist að veita um 25 millj­ón­um króna til þess­ara verk­efna.

Fé­lög­in og verk­efn­in eru:

ADHD sam­tök­in: Fræðsla og kynn­ing­ar­starf á lands­byggðinni um mál­efni þeirra sem glíma við of­virkni og at­hygl­is­brest. Mik­il­vægt er að vinna gegn for­dóm­um á þessu sviði.

Forma: Starf­ræksla ráðgjafa­set­urs þar sem fólk sem hef­ur unnið bug á átrösk­un veit­ir aðstoð og ráðgjöf og býður átrösk­un­ar­sjúk­ling­um ör­uggt at­hvarf þar sem þeir mæta skil­yrðis­laus­um skiln­ingi.

Geðhjálp: Efl­ing og upp­bygg­ing á starfi Geðhjálp­ar á lands­byggðinni með stofn­un sjö deilda, hring­inn í kring­um landið, til að koma til móts við þarf­ir á hverj­um stað.

Hug­arafl: Und­ir­bún­ing­ur að stofn­un Hlut­verka­set­urs þar sem fólk á bata­vegi vinn­ur ýmis störf. Fyrstu starfs­menn verði ráðnir og fari um leið af ör­orku, sem eru merki­leg tíma­mót.

Klúbbur­inn Geys­ir: Upp­bygg­ing at­vinnu- og mennta­deild­ar þar sem fólki á bata­vegi er hjálpað að taka fyrstu skref­in út í at­vinnu­lífið og fær aðstoð og stuðning til að leita sér mennt­un­ar.

Ný leið: Til­rauna­verk­efnið „Lífs­list­in“ er nám­skeið fyr­ir hópa ung­linga sem eiga við geðræn vanda­mál að stríða, þar sem blandað er sam­an list­sköp­un og viðtalsmeðferð hjá sál­fræðingi.

Rauði kross Íslands: Fram­hald á vel heppnuðum fræðslu­nám­skeiðum víða um land fyr­ir aðstand­end­ur geðfatlaðra og áhuga­fólk um geðheil­brigðismál. Sam­hliða nám­skeiði er stofnaður sjálfs­hjálp­ar­hóp­ur á hverj­um stað.

Speg­ill­inn: Fræðslu­heim­sókn­ir og for­varn­ir í fram­halds­skól­um gegn átrösk­un­um, sjálfs­eyðandi lífstíl og fitu­for­dóm­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka