Utanríkisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, greindi frá því í dag á sextíu ára afmælishátíð Félags Sameinuðu Þjóðanna, en í dag eru 60 ár liðin frá því að Íslendingar gerðust aðilar að SÞ, að framlög ríkisins til félagsins verði stóraukin.
Var ritað um samkomulag þar að lútandi í dag en samkvæmt því verður árlegur styrkur ríkisins fjórar milljónir króna í stað 900 þúsund króna. Samkomulagið gildir í þrjú ár, frá 2007-2009.