Þykknar upp og dregur úr frosti

Veðurstofan spáir suðaustan og austan 8-15 m/s næsta sólarhringinn. Slydda eða snjókoma með köflum vestantil, en síðan einnig sunnantil. Hægari vindur um landið norðaustanvert, þykknar upp og dregur úr frosti. Norðaustan 18-23 m/s suðaustantil í nótt, en annars hægari vindur.

Dregur úr vindi á morgun, víða 10-15 m/s síðdegis. Hiti í kringum frostmark sunnantil, en frost 0 til 6 stig norðantil í nótt og á morgun. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Norðaustlæg átt og fremur kalt. Él, einkum norðantil en bjart með köflum syðra. Hlýnar líklega seint í vikunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert