Förgun fugla í Húsdýragarðinum lokið

Frá Húsdýragarðinum
Frá Húsdýragarðinum mbl.is/RAX

Öllum fuglum, nema þremur, í Húsdýragarðinum í Laugardal var í morgun fargað samkvæmt tilskipun frá Landbúnaðarstofnun. Mótefni við fuglaflensu af stofnum H5N2 og H5N9 fannst í fjórum sýnum sem tekin voru í vor og aftur síðsumars, og var því af varúðarráðstöfunum ákveðið að eyða öllum fuglum í garðinum. Tveir fálkar og haförninn Sigurörn sem verið hefur í aðhlynningu í garðinum, fengu þó að lifa áfram, en til stendur að sleppa Sigurerni á næstu dögum.

Vistarverur fuglanna verða sótthreinsaðar í kjölfarið, en að þremur mánuðum liðnm verður svo leyfilegt að hýsa fugla að nýju í garðinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert