42 innritunarborð næsta vor

Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Flugstöð Leifs Eiríkssonar

"VONANDI getum við opnað nýtt og endurgert brottfarasvæði með pomp og prakt næsta vor," segir Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.

Nú standa yfir framkvæmdir við stækkun á norðurhlið flugstöðvarinnar m.a. með tengingu glerskála að vestan- og austanverðu við Laufskálann, sem er uppgangsleið fyrir brottfararfarþega á aðra hæð byggingarinnar.

Innritunarsalurinn sjálfur mun breikka og mynda 90 gráða horn þar sem hluti salarins sem snýr í vestur mun snúa til norðurs. "Við þessar breytingar munum við fjölga innritunarborðum úr 25 í 42 næsta vor," segir Höskuldur. Einnig verður sjálfsafgreiðslustöðvum fyrir innritun í brottfararsalnum fjölgað úr 8 í 16 næsta sumar. Að sögn Höskuldar hafa þær reynst ágætlega og mælst mjög vel fyrir en þar geta farþegar innritað sig sjálfir, valið sitt eigið sæti og fengið bæði brottfararspjald og töskumiða.

,,Með þessu erum við að auka verulega olnbogarýmið og afkastagetu í innrituninni," segir Höskuldur um framkvæmdirnar.

Innréttingu lokið 1. apríl

Einnig standa yfir framkvæmdir við kjallara flugstöðvarinnar þar sem staðsett verður ýmis hliðar- og þjónustustarfsemi, sem tengist flugstöðvarrekstrinum auk geymsluaðstöðu. Hefur gengið nokkru hægar en menn áætluðu að grafa fyrir kjallaranum við norðurhlið flugstöðvarinnar, þar sem nota þarf nýja tækni við að brjóta klöppina undir byggingunni. Eðli máls samkvæmt er ekki hægt að sprengja klöppina og notar verktakinn bora til að fleyga klöppina og síðan er beitt sérstökum tjökkum sem þrýsta berginu í sundur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert